Skilmálar
Seljandi er Rafkaup hf, Ármúla 24, 108 Reykjavík, kt. 671290-1519. Allar athugasemdir eða kvartanir skulu sendast á vefverslun@rafkaup.studiomango.is.
Vefverslun
Rafkaup hf. áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.
Allt verð á vefsíðu Rafkaups er reiknað með virðisaukaskatti og er birt með fyrirvara um innsláttarvillur og verðbreytingar.
Vöruupplýsingar koma beint frá okkar birgjum. Allar upplýsingar á vefnum eru birtar með fyrirvara um innsláttarvillur og mistök við merkingar.
Við reynum að hafa birgðastöðu okkar sem réttasta. Sé vara ekki til á lager þegar pöntunin er tekin saman er haft samband við viðskiptavin og/eða vara/pöntun endurgreidd.
Afhending vöru
Pöntun telst fullkláruð þegar greiðsla hefur borist. Allar pantanir eru afgreiddar næsta virka dag eftir pöntun. Sé varan ekki til á lager mun þjónustufulltrúi hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar.
Af öllum pöntunum dreift af Íslandspósti gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Rafkaup hf. ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Ef að vara týnist í pósti eða verður fyrir tjóni frá því að hún er send frá Rafkaup hf til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda. Frekari upplýsingar má finna á vefsíðu Póstsins.
Verð á vöru og sendingarkostnaður
Öll verð í vefverslun eru með inniföldum 24% vsk en sendingarkostnaður bætist síðan við áður en greiðsla fer fram. Við sendum allar vörur frítt með Íslandspósti á næsta pósthús.
Ábyrgðarskilmálar
Tilkynningar um galla eða skemmdir skal senda á sala@rafkaup.studiomango.is. Meðfylgjandi skulu vera upplýsingar um kaupanda, pöntun, vöru og myndir af galla/skemmd.
Almenn ábyrgð til 2 ára gildir á öllum vörum nema annað sé tekið fram. Gildir ábyrgðin frá dagsetningu á kvittun og telst aðeins gild sé kvittun til staðar. Ábyrgðin gildir aðeins fyrir upprunalegan kaupanda.
Rafkaup ber ekki ábyrgð á beinu eða óbeinu tjóni sem hlýst að völdum heimsendingaraðila, hvort sem það er seinkun á afhendingu, röng afhending eða tjón við flutning. Þá ber Rafkaup ekki ábyrgð á beinu eða óbeinu tjóni sem hlýst að völdum utanaðkomandi aðstæðna, svo sem náttúruhamfara, veðurs, verkfalla eða þess háttar.
Rafkaup ber ekki ábyrgð á beinu eða óbeinu tjóni sem hlýst vegna galla eða bilunar vöru eða vegna notkunar á vörunni.
Ábyrgðin fellur úr gildi komi í ljós að bilun komi út frá rangri meðferð á vörunni og ef leiðbeiningum er ekki fylgt við uppsetningu og viðhald á vörunni.
Ábyrgðin nær ekki yfir það sem má teljast sem eðlilegt slit á búnaði og vöru eða skemmda vegna veðurs.
Sé varan gölluð ber Rafkaup að bjóða viðgerð, nýja vöru, afslátt eða endurgreiðslu. Að öðru leiti vísast til laga um húsgöngu og fjarsölusamninga nr. 46/2000 og laga um neytendakaup. Rafkaup áskilur sér þann rétt að meta hvaða leið skal fara hverju sinni.
Greiðsluskilmálar
Hægt er að greiða fyrir vefpantanir í gegnum örugga og vottaða greiðslusíðu Valitor.
Að skipta og skila vöru
Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi og í sínum upprunalegu óskemmdu umbúðum þegar henni er skilað. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Við skil á vöru er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað. Ef kaupandi vill ekki skipta vörunni fyrir aðra vöru verður gefin út inneignarnóta eftir að varan er móttekin. Inneignarnótan er í formi kóða sem er notaður hér á síðunni þegar verslað er og gildir í eitt ár frá útgáfudegi. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd.
Þurfi að senda vöru til Rafkaups skal tilkynna um skilin eins fljótt og auðið er.
Ekki er hægt að skila ljósaperum.
Ef um galla er að ræða, vinsamlega lesið ábyrgðarskilmála.
Persónuvernd
Rafkaup fer með allar upplýsingar kaupanda sem trúnaðargögn. Engar persónuupplýsingar eru afhentar þriðja aðila nema þá í þeim tilgangi að ganga frá sölu og þjónustu við kaupanda. Með því að ganga frá kaupum á vefverslun okkar samþykkir viðskiptavinur að upplýsingar á borð við nafn, heimilsfang, símanúmer og netfang sé safnað til að tryggja að flutningsaðili geti komið vörunum til skila.
Allar kortaupplýsingar eru skráðar á vottaðri og dulkóðaðri greiðslusíðu Valitor.
Vafrakökur
Þessi vefsíða styðst við vafrakökur (e. cookies), til að bæta upplifun notenda. Vegna þeirra þurfa notendur vefsins t.d. ekki að skrá sig inn í hvert skipti sem vefurinn er opnaður í sama vafra.
Þá eru vafrakökur einnig notaðar til að greina umferð um vefinn, svo að við getum bætt notendaupplifunina á vefnum. Þessar vafrakökur eru einungis notaðar í tölfræðilegum tilgangi og notar Rafkaup þjónustur á borð við Google Analytics til að greina þessar upplýsingar.
Ákveði notendur að neita þessum vafrakökum getum við ekki tryggt að upplifunin af vefnum verði sem skyldi.
Lög og varnarþing
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.